154. löggjafarþing — 52. fundur,  16. des. 2023.

fjárlög 2024.

1. mál
[17:38]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Það vekur furðu hversu tilþrifalítið og huglaust þetta fjárlagafrumvarp er og er verkefnið svolítið sett á herðar Seðlabankans. Í 8% verðbólgu með stýrivexti sem eru 9,25% er það látið gerast að 5.000 heimilum er kastað út úr vaxtabótakerfinu og húsnæðisbætur og barnabætur verða fyrir raunlækkun. Samfylkingin styður einstaka hluti sem góðir eru í þessu fjárlagafrumvarpi en við hefðum lagt fram allt öðruvísi fjárlagafrumvarp sjálf og munum ekki greiða því okkar atkvæði.